5.3.2007 | 14:18
Hvar áttu þjóðlendur að finnast?
Þegar lagt var upp með að setja s.k. þjóðlendulög var alveg skýrt út frá greinargerð með frumvarpinu (sem varð að þjóðlendulögum) að dæma, að verið var að setja lög um hugsanlega eigendalausar lendur á miðhálendi Íslands.
Reynslan af starfi Þjóðlendunefndar sýnir allt annað, enda verið úrskurðað um þjóðlendur allt niður að mörkum þéttbýlis í Reykjavík, sem er eins og kunnugt er allfjarri miðhálendinu.
Í ljósi framangreinds er hálfhlægilegt, en auðvitað betra en ekkert, að sjá að stjórnarflokkarnir, sem að sjálfsögðu bera ábyrgð á stjórnsýslunni á kjörtímabilinu, eru eitthvað að reyna að klóra í bakkann og draga í land varðandi yfirgengilegar kröfur gagnvart landeigendum.
Má vænta þess, að réttlátari kröfugerð af hálfu ríkisins í þjóðlendumálum sé í vændum?
Má vænta þess, að slík réttlátari kröfugerð, ef af verður, endurspeglist í dómsmálum sem fjalla um eldri úrskurði varðandi þjóðlendur vs. eignarland?
Um bloggið
Sjöfn Kristjánsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.