Sennilega fleiri en einn hrópandi?

Í gær skrifaði Gerður Kristný pistil á baksíðu Fréttablaðsins og er greinilega ekki hrifin Fréttablaðinu, hún notar m.a.s. orðið skarnblaðamennska yfir vinnubrögðin, sem viðhöfð eru þar á bæ. Það má taka undir það sem hún segir varðandi gamla DV-ið, allir sem hafa eitthvað á milli eyrnanna vissu fullvel hvers konar fyrirbæri var þar á ferðinni. Á hinn bóginn býst ég við, að flestir telji að Fréttablaðið hafi reynt að búa sig öðrum klæðum, en DV gerði forðum,  og gefi fremur þá mynd af sér, að á ferðinni sé fjölmiðill sem taka skuli alvarlega. En eins og Gerður Kristný skrifar, gusurnar ganga yfir Fréttablaðið, og virðast má, sem blaðið sé nýtt til miðlunar skúffelsi einstakra starfsmanna og e.t.v. sérlegra vina þeira. Kanske að ritstjórn Fréttablaðsins taki baksíðuskrif í eigin blaði alvarlega og taki eitthvað til þar á bæ.

líkamar kvenna í tómarúmi?

Hrósið fær Halla blm. á Mbl. að tala tæpitungulaust í Mbl. í dag um leigu á líkömum kvenna og sölu á börnum. Sem og það, að karlar eru látnir einir um umræður um þessi viðkvæmu málefni. Allir fjölmiðlar í landinu, eða öllu heldur starfsmenn þeirra, eiga að þekkja að til er fjöldi af fagfólki, sem svo vill til að er kvenkyns. Hvernig væri að tala við þær konur allar, þegar umræðuefnið er, í raun, konur? Takið ykkur á, fjölmiðlar!

Börnin okkar

Því miður sjáum við fleiri og fleiri dæmi um illa meðferð á börnum á opinberum uppeldisstofnunum, sem rekin voru á vegum hins opinbera á árum áður. Það góða við þessar fréttir, ef svo má segja, er að verið er að opna umræðu um hið falda í þjóðfélaginu, sem svo sannanlega þarfnast umræðu. Hver ber ábyrgð í þessum málum? E.t.v. allir þeir sem lokuðu augunum fyrir hinu augljósa?

 Hvað með öll börnin sem voru send í sveit á einkaheimili? Hvernig voru þessi heimili? Sum góð, auðvitað, en önnur afar slæm. Fyrir mörgum árum átti ég samtal við geðlækni ef erlendu bergi brotnu, sem ég kynntist í gengum Stígamót. Hún hafði eitt sinn á orði, að furðulegt væri hve íslenskir foreldrar væru með eindæmum kærulausir varðandi þau sveitaheimili, sem þau sendu börn sín til sumardvalar, enda þekkti hún mörg ljót dæmi.

 Hvað var þetta (og e.t.v. er) með íslendinga? Var bara með öllu fullkomið að heimilið eða stofnunin væri utan þéttbýlis til að fullkomlega væri hægt að loka augunum og slaka á?


Hvar áttu þjóðlendur að finnast?

Þegar lagt var upp með að setja s.k. þjóðlendulög var alveg skýrt út frá greinargerð með frumvarpinu (sem varð að þjóðlendulögum) að dæma, að verið var að setja lög um hugsanlega eigendalausar lendur á miðhálendi Íslands.

Reynslan af starfi Þjóðlendunefndar sýnir allt annað, enda verið úrskurðað um þjóðlendur allt niður að mörkum þéttbýlis í Reykjavík, sem er eins og kunnugt er allfjarri miðhálendinu.

 Í ljósi framangreinds er hálfhlægilegt, en auðvitað betra en ekkert, að sjá að stjórnarflokkarnir, sem að sjálfsögðu bera ábyrgð á stjórnsýslunni á kjörtímabilinu, eru eitthvað að reyna að klóra í bakkann og draga í land varðandi yfirgengilegar kröfur gagnvart landeigendum.

 Má vænta þess, að réttlátari kröfugerð af hálfu ríkisins í þjóðlendumálum sé í vændum?

Má vænta þess, að slík réttlátari kröfugerð, ef af verður, endurspeglist í dómsmálum sem fjalla um eldri úrskurði varðandi þjóðlendur vs. eignarland?


Eru börn þolendur eða gerendur?

Í dag birtist eftir mig grein í Fréttablaðinu (á bls. 24), en tilefni hennar var furðulegt og óviðurkvæmilegt orðaval í frétt um karl sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald vegna barnakláms og þess að hann hafði sýnt vilja í verki til að hafa kynferðismök við 13 ára barn. Orðalagið sem um ræðir, í frétt blaðsins 9. febrúar var: „... myndskeið er sýndi barn hafa samfarir við fullorðinn mann ....”.

Nú hefur mér verið bent á, að orðalagið er tekið beint upp úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur (sjá www.haestirettur.is, málsnr. 75/2007). Þar sést að verið er að fjalla um skýrslutöku hjá lögreglu  5. febrúar, í þessum kafla úrskurðarins, en þar segir orðrétt: "þá sagði hann aðspurður um myndskeið er sýni barn hafa samfarir við fullorðinn mann að hann geti ekki mótmælt ...." Nú er spurn, er það lögreglan sem notar svona orðalag?

Eins og kunnugt er, eru orð tjáning hugsunar þess sem talar.


Er gaman að blogga?

Mér hefur oft dottið í hug, að það hljóti að vera gaman að blogga um
t.d. þjóðfélagsmál, fréttir o.fl. Nú hef ég látið verða að því, að
stofna blogg, en tíminn mun leiða í ljós hvort ég verð dugleg eða
ekki. 

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Sjöfn Kristjánsdóttir

Höfundur

Sjöfn Kristjánsdóttir
Sjöfn Kristjánsdóttir
sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður í Reykjavík
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband